Lýðheilsuganga FFA 11. september

Minnum á næstu lýðheilsugöngu sem er sérstaklega ætluð unglingum og foreldrum þeirra. Mæting er við húsnæði FFA við Strandgötu 23 rétt fyrir kl. 18. Þaðan verður farið með rútu í Vaðlareit austan Akureyrar þar sem lagt verður af stað gangandi upp í Vaðlareitinn og um Vaðlaskóg. Um miðja göngu verður óvænt uppákoma. Þessi ganga er í samstarfi við félagsmiðstöðvarnar á Akureyri.