Lýðheilsugöngur Ferðafélags Akureyrar nutu mikilla vinsælda í fyrra.
Í september verður lagt upp með göngur á miðvikudögum undir kjörorðinu „Lifum og njótum“. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga og er fyrsta gangan þann 5. september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mín. Tilgangurinn með verkefninu er sem fyrr að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Við leggjum áherslu á sömu þemu og í fyrra, þ.e. náttúru, vellíðan, sögu og vináttu.
Ferðafélag Akureryrar býður upp á þessar göngur í ár:
Dagsetning |
Ganga |
Fararstjóri |
5. september |
Norðurbrekkan |
Árni Ólafsson |
12. september |
Nonnastígur |
Anna Hermannsdóttir |
19. september |
Meðfram Glerá |
Ingimar Eydal |
26. september |
Gömlu Eyjafjarðarbrýrnar að austanverðu |
Ólafur Kjartansson |
Brottför klukkan 18.00 frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23
Göngurnar eru allar um 60-90 mínútna langar.