Lýðheilsugöngur FFA 2019

Ferðafélag Íslands stendur fyrir lýðheilsugöngum á landsvísu í þriðja sinn í samstarfi við bæjarfélög í landinu. Ferðafélag Akureyrar tekur þátt í lýðheilsugöngunum eins og áður í samstarfi við Akureyrarbæ. Gengið verður alla miðvikudaga í september kl. 18 í um 90 mínútur. Að þessu sinni verður lögð áhersla á unglinga í tveimur af þessum göngum, það er 11. og 25. september. Þá eru unglingar sérstaklega boðnir velkomnir og hvattir til skemmtilegra gönguferða. Foreldrar eru einnig velkomnir. Nánar auglýst síðar, hver viðburður fyrir sig.