Lýðheilsugöngur í september

Minnum á fyrstu lýðheilsugönguna í dag, miðvikudaginn 5. september, um Norðurbrekkuna. Lagt af stað kl. 18 frá FFA, Strandgötu 23.
Farastjóri: Árni Ólafsson.

Í september verður lagt upp með göngur á miðvikudögum undir kjörorðinu „Lifum og njótum“. Göngurnar hefjast kl. 18:00 alla miðvikudaga. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mín. Tilgangurinn með verkefninu er sem fyrr að hvetja fólk á öllum aldri til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Við leggjum áherslu á sömu þemu og í fyrra, þ.e. náttúru, vellíðan, sögu og vináttu. Þátttaka er ókeypis.