Meðfram Glerá

Meðfram Glerá
Meðfram Glerá

Meðfram Glerá skor skor Myndir
8. júlí. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. 
Verð: 2.500/2.000.Innifalið: Fararstjórn.Gengið meðfram Glerá frá Heimari-Hlífá til ósa. Frábær og áhugaverð gönguferð í okkar nánasta umhverfi þar sem skoða má sjaldséðar jurtir.

Göngutími 4-5 klst.

Ánni er fylgt eins og kostur er niður með Glerárgili sem breytist á kafla í hrikaleg gljúfur sem eru með þeim dýpstu og hrikalegustu í Eyjafirði. Þótt umhverfi árinnar hefur verið nýtt, m.a. í námur og urðun, þá hefur gilið sjálft að mestu sloppið óraskað undan mannanna verkum og er sérstakt að ganga meðfram ánni á þessum slóðum sem svo margir þekkja en finna svo nýjan heim í gilinu sjálfu. 
Þarna má finna ýmsar menningarminjar, fossa, flúðir og fuglavarp, skessukatla og fleira. Ennfremur bera bakkar árinnar búsetusögu Akureyraringa að svo miklu leyti, t.d. eina elstu hitaveitu á landinu en jafnframt má finna merki um aldagamla nýtingu. Jarðsagan talar beint til göngugarpa og hægt er að benda á hvað hefur vel og illa farið í umgengni okkar við ánna. Nú liggur fyrir að áin verður virkjuð og gæti orðið mikil breyting á ánni þar sem gilin eru dýpst og hrikalegust og kannski hver síðastur að sjá ánna í þeirri mynd sem hún hefur verið frá ísöld! 

Þetta er létt ganga en dálítið brölt í hliðarhalla. Gott að vera í skóm með öklastuðningi og göngustafir eru góðir til að styðja við. Kosturinn við þessa göngu er að það má taka efri hlutann sérstaklega, eða þá niður að gömlu virkjun eða alla leið til sjávar.