Mývatnssveit - gönguferðir 13.-14. júní

Vinsamlegast athugið nauðsynlegt er að bóka sig í ferðina í Mývatnssveit 13.-14. júní ekki seinna en sunnudaginn 7. júní.

13. -14. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Hólmfríður Guðmundsdóttir.
Verð: 5.000/4.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið verður í Mývatnssveit - Reykjahlíð. Þátttakendur koma sér fyrir á gististað, tjaldgisting, tjaldvagn, svefnpokagisting í húsi, hótel allt eftir óskum þáttakenda. Allar gönguferðir eru þannig skipulagðar að erfiðleikastigin eru 2 – 3.
Þannig ættu allir að geta farið í göngu sem hentar allt frá 5-6 ára börnum og upp í afa og ömmur. Eftir hádegi verður lagt af stað í fyrstu gönguna. Að henni lokinni er fyrirhuguð ferð í Jarðböðin eða sundlaugina.  Eftir kvöldmatinn er fyrirhuguð stutt kvöldganga.

Dagur 2. Lagt af stað í fyrri göngu dagsins kl. 9, að henni lokinni er hádegishressing og gengið frá á náttstað. Um kl. 15 eða 16 er lagt af stað heim og síðasta ganga ferðarinnar verður á Skútustöðum. Að göngunni lokinni er lagt af stað heim nema menn hafi ákveðið að lengja dvölina um eina nótt.