Næsta ferð 1.-2. júlí: Krepputunga-Sönghofsdalur: Tjaldferð

Krepputunga-Sönghofsdalur. Tjaldferð

Brottför kl. 16 á einkabílum (jeppum, jepplingum) frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Frímann Guðmundsson
Fólk sameinast í bíla og deilir kostnaði. Ekið um Möðrudal og síðar Kverkfjallaslóð inn í Arnardal og tjaldað. Þaðan ekið að Kreppubrú og bílum lagt. Þaðan er gengið á söndum út í tunguna í átt að ármótum, um Sönghofsdal og ummerki um gamla árfarvegi skoðaðir. Vegalengd um 18 km. Gönguhækkun óveruleg.
Verð: 6.500/8.500. Innifalið: Fararstjórn.

Skráning