Næsta ferð

15. mars. Skíðastaðir – Strýta – Efri-Vindheimar. Skíðaferð  3 skórEkið er að Skíðastöðum og farið upp með skíðalyftunni. Gengið er áfram upp í skálarbotninn, upp bratta fönnina og á brún Hlíðarfjalls og notið hins frábæra útsýnis. Haldið í stefnu á Vindheimajökul þar til komið er að austurrana Strýtu. Nú koma broddar og ísexi í góðar þarfir. Þegar á toppinn er komið er geysi víðsýnt til allra átta. Áfram er haldið á skíðum um jökulfannir niður Fossárdal en þá tekur gangan við. Við skoðum Fjárborg, vel hlaðið grjótbyrgi áður en haldið er niður að Efri- Vindheimum.

Fararstjóri: Grétar Grímsson.
Verð: Frítt / kr. 1.000
Brottför kl. 9.00

Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins
föstudaginn 14. mars milli kl. 17.30 og  19.00 eða í
tölvupósti ffa@ffa.is

Ferðanefnd   FFA