Næsta ferð 14.-17. júlí: Bræðrafell-Askja - örfá sæti laus

Bræðrafell-Askja

Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum) frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Maria Johanna van Dijk
1.d. (fimmtudagur). Ekið í Herðubreiðarlindir. Eftir kaffihressingu er gengið um fremur greiðfært hraun í Bræðrafell og gist þar, 17 km.
2.d. Gengið á Kollóttudyngju og Bræðrafell skoðað. Gist í Bræðrafellsskála.
3.d. Gengið frá Bæðrafelli í Drekagil. Vegalengd 17 km. Gist í Dreka.
4.d. Gengið frá Dreka yfir Dyngjufjöll að Öskju. Hópurinn sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka í Dreka þar sem bílarnir bíða. Ekið heim um kvöldið.
Bílar þátttakenda verða ferjaðir frá Herðubreiðarlindum upp í Dreka.
Verð: 25.000/30.000. Innifalið: Fararstjórn og gisting.
Lágmarksfjöldi til að ferð verði farin: 8 manns. Hámarksfjöldi: 15 manns.

Skráning