Næsta ferð 16. maí: Fuglaskoðunarferð

Fuglaskoðunarferð skor

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23 en ekki sameinast í bíla nema þeir sem ferðast saman, t.d. frá sama heimili.
Fararstjórar: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. 
Árleg fuglaskoðunarferð FFA undir leiðsögn kunnáttumanna, nú sem oftar um Eyjafjörð þar sem reynt verður að slá fyrra met í tegundafjölda fundinna fugla. Þátttakendur fylgja fararstjórum á valda staði þar sem fuglalífið verður skoðað. Stefnt er að því að finna álftarhreiður, skeiðönd, grafönd, flórgoða, jafnvel gargönd og margar fleiri tegundir. Tilvalin fjölskylduferð, frítt fyrir börn að 18 ára aldri. Munið að skrá ykkur hér