Næsta ferð 17. apríl: Botnaleið -gönguskíðaferð

Botnaleið. Gönguskíðaferð skidiskidiskidi

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Björn Z. Ásgrímsson
Verð: 4.500/3.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið til Siglufjarðar þar sem gangan hefst við gangamunna Héðinsfjarðar-ganga. Síðan er skíðað inn Skútudal og í Hólsskarð. Áfram er farið um Héðinsfjarðarbotn á milli Ámárhyrnanna fremri og neðri þar sem er fallegt útsýni yfir Héðinsfjörð. Síðan er komið fram á Möðruvallaháls þar sem er víðsýnt um Ólafsfjörð. Þægilegt rennsli er niður Skeggjabrekkudal. Gangan endar við golfvöllinn á Ólafsfirði. Vegalengd 19 km. Gönguhækkun 630 m.
Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur og huga að persónulegum sóttvörnum. Munið að skrá ykkur hér