Næsta ferð 24. febrúar: Bakkar Eyjafjarðarár

Bakkar Eyjafjarðarár: Skíðaganga
Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Ferðin hefst á bílastæðinu neðan við Kaupang, gengið að Eyjafjarðará og síðan suður bakka árinnar að brúnni hjá Hrafnagili. Á leiðinni heyrum við sögur af fólki og dáumst að fögru útsýninu. Þægileg gönguleið á flötu landi. Selflytja þarf bíla milli upphafs- og endastaðar. Ferð fyrir alla.
Vegalengd 10 km.
Þátttaka ókeypis.

Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.

Búnaðarlisti

SKRÁNING