Næsta ferð 25. júlí: Heiðinnamannahellir-Heiðinnamannafjall

25. júlí. Heiðinnamannahellir-Heiðinnamannafjall 1266m. skorskorskor 
Brottför kl. 8
 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Viðar Sigmarsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Ekið innst inn í Skíðadal að Stekkjarhúsum. Þaðan er gengið inn með Skíðadalsá að brú yfir Skíðadalsána. Gengið yfir ás og vaðið yfir Heiðinnamannaá. Gengið þaðan upp bratt Heiðinnamannafjallið að Heiðinnamannahelli sem reyndar er ekki hellir heldur steinbogi og hluti af stórum berggangi. Hækkun upp í hellinn er um 700 m. og vegalengd um 5 km. Alls 10 km. ganga. Ath. fjöldi þátttakenda takmarkaður. Munið að skrá ykkur hér
Í ferðum Ferðafélags Akureyrar þar sem sameinast er í bíla taka allir þátt í kostnaði með því að greiða bílstjóra hvers bíls fyrir sig. Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur á hverjum tíma, gæta hreinlætis, hafa handspritt meðferðis og taka tillit til ferðafélaga nú þegar tveggja metra reglan er valkvæð.