Næsta ferð 29. febrúar: Ystuvíkurhnjúkur

Ystuvíkurhnjúkur skorskor

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Halldór Brynjólfsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið frá bílastæði á Víkurskarði eftir stikaðri leið til vesturs upp hlíðina og á toppinn, 552 m. Þaðan er gott útsýni yfir til byggðarinnar vestan fjarðarins og til Hríseyjar. Vegalengd 6,6 km. Gönguhækkun 370 m. Í ferðum Ferðafélags Akureyrar þar sem sameinast er í bíla taka allir þátt í kostnaði með því að greiða bílstjóra hvers bíls fyrir sig.

Munið að skrá ykkur hér