Næsta ferð 30. maí: Uppsalahnjúkur

Uppsalahnjúkur 1000 m. skorskorskor

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri: Baldvin Stefánsson.
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Áætlaður göngutími er 5–6 klst.
Ekið að Öngulsstöðum, að sumarhúsinu Seli. Gengið er til suðurs upp brekkurnar að vörðunni nyrst á öxlinni og áfram inn eftir fjallinu um greiðfær holt og stefnt austanvert við hnjúkinn. Síðan upp norðaustur hrygg fjallsins uns komið er á hnjúkinn. Útsýni er hér mikið yfir héraðið. Vegalengd 9 km. Hækkun 870 m.
Munið að skrá ykkur hér
Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur á hverjum tíma, gæta hreinlætis, hafa handspritt meðferðis og taka tillit til ferðafélaga nú þegar tveggja metra reglan er valkvæð.