Næsta ferð: Laxárdalsheiði –fjallagrasaferð

Laxárdalsheiði – fjallagrasaferð skor

3. ágúst. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð 3.500/2.000.
Dagsferð á Laxárdalsheiði í S.-Þing. Ekið í Brún í Reykjadal. Gengið þaðan norðaustur á heiðina, um 2 km, að góðu fjallagrasalandi. Þar tínum við fjallagrös í einhverja klukkutíma og höldum svo til baka í bílana. Í ferðum Ferðafélags Akureyrar þar sem sameinast er í bíla taka allir þátt í kostnaði með því að greiða bílstjóra hvers bíls fyrir sig.

 Munið að skrá ykkur hér