Næstu ferðir

Næstu ferðir Ferðafélags Akureyrar eru þriggja daga ferð um Fjörður. Svínárnes - Látur- Þönglabakki - Gil. En svo er dagsferð laugardaginn 25. júlí. en þá er menningarferð til Hríseyjar.
- Sjá myndir úr eldri ferð um Látraströnd og Fjörður.

 

24. – 26. júlí. Svínárnes-Látur-Þönglabakki-Gil  
Ekið á föstudegi í Svínárnes, gengið í Látur og gist. Gengið á laugardegi yfir Uxaskarð yfir í Keflavík og haldið áfram yfir Blæju og Blæjukamb yfir í Þorgeirsfjörð og gist á Þönglabakka. Á sunnudeginum er svo gengið frá Þorgeirsfirði yfir að Gili í Hvalvatnsfirði.
Fararstjórar: Sigurgeir Sigurðsson/Gunnar Halldórsson.
Verð: kr. 7.500 / kr. 8.700
Innifalið: Fararstjórn, akstur, gisting.
Brottför frá FFA kl. 13.00

25. júlí. Menningarferð til Hríseyjar 
Ekið með rútu frá Akureyri út á Árskógssand og siglt þaðan með ferjunni Sævari til Hríseyjar.
Þar verður farið í skemmtilega ferð með dráttarvél norður í vita. Hákarlasafnið síðan skoðað og gengið í gegnum safnhúsið Holt. Dagurinn endar með notalegum kvöldverði í Veitingahúsinu Brekku. Að því loknu farið heim.
Fararstjóri: Aðalsteinn Bergdal.
Verð: kr. 9.500 / kr. 9.900      
Innifalið: Fararstjórn, akstur, ferja, vitaferð, safn, kvöldverður.
Brottför frá FFA kl. 14.00