Næstu ferðir: Öskjuvegur (5 daga ferð) og Lambi - Helgarferð (2 daga ferð)

Um helgina verða farnar tvær ferðir. Önnur er Öskjuvegurinn sem er 5 daga gönguferð um norðurhálendi Íslands. Brottför kl. 17 á föstudaginn 20. júlí. Hin ferðin er í Lamba á Glerárdal þar sem gist verður eina nótt. Brottför kl. 8 á laugardaginn 21. júlí. Munið að skrá ykkur.

 

Öskjuvegur skor skor skor Myndir

20.-24. júlí. Brottför kl. 17 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: 85.900/70.000. Innifalið: Akstur, flutningur, gisting og fararstjórn.
Skráningargjald kr. 8.000 greiðist við bókun. Lágmarksfjöldi: 10.
Gist í skálum og gengið með lágmarksbúnað, ekið með farangur á milli skála.
1.d. Ekið í Dreka, skála FFA austan Dyngjufjalla, með viðkomu í Herðubreiðarlindum.
2.d. Gengið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju og ef til vill farið í sund í Víti. Hópurinn sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka að Dreka.
3.d. Ekið í Öskjuop, gengið yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli. 14 km.
4.d. Gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna. 20-22 km.
5.d. Gömlum jeppaslóða fylgt niður um Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. 15-16 km. Ekið í Mývatnssveit um Engidal og Stöng. Farið í Jarðböðin í Mývatnssveit. Ekið til Akureyrar.

 

Lambi. Helgarferð skor skor skor

21.-22. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: . Verð: 11.500/7.500. Innifalið: Fararstjórn og gisting.
Gangan hefst við bílastæðið við Súluveg. Gengið inn að Lamba, gönguskála félagsins inni á Glerárdal og gist. Mögulega gengið að Tröllunum vestan megin ár og þaðan til baka niður Glerárdalinn. Vegalengd 22 km gönguhækkun 440m í Lamba. Búnaður: Vaðskór