Niður með Skjálfandafljóti

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.

Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gengið verður frá Fremstafelli norður með Skjálfandafljóti um Barnafell, Barnafoss skoðaður og sagan rifjuð upp. Þá verður gengið ofan við gljúfur Skjálfandafljóts í Fellsskóg og þaðan út í Ljósvetningabúð.
Vegalengd um 11 km, göngutími ca. 3-4 klst.