Nípá-Naustavík-Heiðarhús

Bakpokaferð
Ekið er að Nípá í Útkinn þar sem gangan byrjar. Fylgt er slóð upp með Nípá, um Kotaskarð og yfir brú efst á Kotadal. Þaðan áfram að Naustavík þar sem gist verður í tjöldum, 14 km. Næsta dag er gengið eftir stikaðri leið yfir fjallgarðinn um skarð norðan Skálavíkurhnjúks og að Heiðarhúsum á Flateyjardal þar sem farið verður í bíl, 12 km.
Fararstjóri: Helga Guðnadóttir
Verð: kr. .9.300 / 8.800
Innifalið: Fararstjórn og akstur. 
Brottför frá FFA kl. 8.00