Stóragjá – Grjótagjá – Hverfjall – Dimmuborgir
Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingibjörg Elín Jónasdóttir
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.
Gangan hefst við upplýsingamiðstöðina (Mývatnsstofu) í Reykjahlíðarþorpinu. Gengið eftir slóðum og stígum alla leið en á köflum eru þeir grófir og ójafnir þannig að gott getur verið að hafa göngustafi og vera í góðum skóm. Áætlaður göngutími er 4–5 klukkustundir með útsýnishléum. Fararstjóri mun segja frá og vera með fræðslu um jarðfræði og fleira á svæðinu eftir því sem aðstæður leyfa. Munið að skrá ykkur hér
Þátttakendur í ferðum FFA eru minntir á að virða gildandi sóttvarnareglur á hverjum tíma, gæta hreinlætis, hafa handspritt meðferðis og taka tillit til ferðafélaga nú þegar tveggja metra reglan er valkvæð.