Nýr Lambi vígður á Glerárdal

Lambi á Glerárdal
Lambi á Glerárdal

Sunnudaginn 4. Maí var nýr Lambi vígður á Glerárdal að viðstöddum um 50 mans.  Skálinn er 44 m2 og er með kojur fyrir 16 manns og rúmgóð forstofa.  Flutningurinn hófst þriðjudaginn 29 apríl en þá fóru tveir snjótroðarar úr Hlíðarfjalli inn dalinn til að gera slóð og að ryðja  miklum snjó ofan af undirstöðunum en þær voru setta niður fyrir ári síðan.  Tók um 3 klst að ryðja a undirstöðunum en um kvöldið fór svo hópur manna og fín hreinsaði með handmokstri svo frá undirstöðunum.  Miðvikudag 30. Maí var svo lagt í hann með skálann en hann var fluttur í tvennu lagi skálinn sér og forstofan sér.  Annar troðarinn dró en hinn kom á eftir og ýtti á þar sem þurfi upp brekkur og yfir gil.  Gekk þetta ljómandi vel þar til annar troðarinn bilaði og þegar ljóst var að ekki tækist að koma troðaranum í lag þá var ákveðið að reyna að halda áfram með öðrum troðaranum og hafðist það að koma skálanum alla leið og var þá komið undir kvöld.  Skálinn var dregin á vegriðun sem voru boltuð sama tvö og tvö og stungið undir húsið eins og skíði. Skálinn var dreginn inn á undirstöðurnar lyft upp og skíðin dregin undan og svo slakað niður.  Allt hafðist þetta að lokum og var Lambi kominn á sinn stað um kl. 21.00 um kvöldið.  Daginn eftir 1. Maí var svo farið af stað með forstofuna og hún flutt eins og áður segir og húsin sett saman á undirstöðunum og allt boltað niður.  Unnið var svo áfram við frágang í forstofu fram á kvöld.  Laugardaginn 3. Maí var svo farið árla morguns og haldið áfram við frágang pallur smíðaður framan við forstofu og unnið fram að kvöldmat.  Sunnudaginn 4. Maí var svo farið og haldið áfram við lokafrágang sem er nú alltaf drjúgur og kl. 15.00 var svo formleg vígsla og boðið upp á veitingar.  Um  50 manns voru á svæðinu og voru alli glaðir á ánægðir með glæsilegt hús sm er FFA til mikils sóma.  Það er af Gamla Lamba að  frétta sem er búinn að vera þarna frá árinu 1975 .að taka átti hann með til byggða en þegar átti að fara að hreyfa við honum þá neitaði hann að hagga sér nokkuð, hann var harðfrosinn við melinn og verður í fyrstalagi hreyfður í sumar.
Myndir af flutningunum er að finna hér: http://www.ffa.is/is/myndir/bygging-lamba