Nýtt fréttabréf og póstlisti

Nýtt fréttabréf
Nýtt fréttabréf

Við kynnum til leiks nýtt fréttabréf FFA.

Við erum alltaf að vinna í því að breyta og bæta hjá okkur og fréttabréfið sem þið sjáið hér til hliðar er nýjasta afurðin.  Þeir sem eru virkir á samfélagsmiðlum hafa tekið eftir því að við erum að koma öllum ferðum ársins 2017 þangað inn hægt og rólega. Með því að búa til viðburði fyrir hverja ferð fyrir sig náum við að koma frá okkur upplýsingum fyrir hverja og eina ferð á skilmerkilegan hátt á rauntíma. Einnig skapast þar vettvangur fyrir ferðalanga til að tengjast og fylgjast með, deila sögum, myndum, myndböndum og flr sem þeim dettur í hug. Við viljum einmitt hvetja ykkur til að deila viðburðunum með vinum ykkar og að deila með okkur skemmtilegum myndum úr ferðunum sem við förum saman. Það er bæði hvetjandi fyrir aðra og gaman fyrir okkur sem tökum þátt að deila og njóta.

Þessi fréttabréf verða send á póstlistann okkar reglulega, það fyrsta er þegar farið. Ef þú vilt vera með á póstlistanum þá hvetjum við þig til að skrá þig á listann. Það er hægt að gera með því að fara á forsíðu heimasíðunnar og fylla þar út skráningarform eða senda okkur póst á ffa@ffa.is

Að lokum minnum við að sjálfsögðu á fræðandi gönguferð upp á Súlur mánudaginn 1 maí næstkomandi og óskum ykkur góðrar helgar :)