Nýtt skálavarðarhús vígt í við Drekagil

Sunnudaginn 8. júlí var vígt nýtt skálavarðarhús uppi við Drekagil. Sunnudaginn 8. júlí var vígt nýtt skálavarðarhús uppi við Drekagil og mættu þar góður hópur fólks til vígslunnar. Formaður FFA Hilmar Antonsson flutti stutta ræðu í tilefni vígslunnar og að því loknu Klippti Halldór Blöndal alþingismaður á borðann og opnaði þar með formlega skálann Fjólubúð. Skálinn ber nafn fyrrum skálavarðar Fjólu Helgadóttur. En hún starfaði í fjölda ára sem skálavörður í Drekagili og starfar enn í þágu félagsins nú í stjórn Ferðafélags Akureyrar.  Að lokinni formlegri vígslu var boðið upp á veitingar í Nýja Dreka, glösum lyft og var boðið var upp á kaffi og smurt brauð. Veðrið var gott og brosti sólin við gestum vígslunnar og notaði hluti hópsins tækifærið og gekk upp Nautagil. Á vefnum eru myndir ingvars Teitssonar frá vígslunni á Fjólubúð.