Nafnlaus foss í Aðallæk Krákár - í miðju þvi svæði sem vatnaflutningar hefðu lagt undir sig.
Opið hús fimmtudaginn 2. október kl. 20 í húsnæði FFA við Strandgötu 23.
Benedikt Sigurðarson flytur erindi um Laxárdeiluna.
Árin 1968 til 1974 stóð ágreiningur um stórkarlalegar virkjunarhugmyndir í Laxá i Þingeyjarsýslu - með Suðurárveitu/Skjálfandafljótsveitu og tilheyrandi miðlunarlónum og allt að 60 m hárri stíflu neðst í Laxárdal. Virkjun Laxár við Brúarfossa og framkvæmdir við útfall árinnar úr Mývatni á sér rúmlega 90 ára sögu og samhengi. Laxárdeilan var kveðin niður eftir að Þingeyingar sprengdu stífluna i Miðkvísl i ágúst 1970 og sett voru sérlög um "verndun Laxár og Mývatns" árið 1974.
Í erindinu fjallar Benedikt um samhengi Laxárvirkjana og átökin sem risu um áformað rask með vatnaflutningum úr Skjálfandafljóti.
Kaffi og konfekt, spjall og spurningar.
Fjölmennið meðan húsrúm leyfir
Viðburðanefnd