Opið hús 28. apríl kl. 20

Hvað þarf góður fuglaskoðari að hafa til að ná góðum árangri?

Fimmtudaginn 28. apríl kl. 20 verða þeir Jón Magg og Sverrir Thorstensen fuglaáhugamenn með fræðslu um fuglaskoðun og hvað þarf til að ná góðum árangri. Þeir félagar hafa verið með fugla-skoðunarferðir á vegum FFA í fjölda ára og er alltaf jafn áhugavert að fara með þeim í slíkar ferðir. Opið hús verður í húsnæði FFA, Strandgötu 23. Allir velkomnir!

Þann 14. maí fara þeir í rútuferð á vegum FFA um Melrakkasléttuna þar sem Jón er á heimaslóðum. Um að gera að skrá sig í ferðina sem fyrst og ekki er verra að fá svolitla fræðslu á opnu húsi áður en farið er.

Sérstök barna- og fjölskylduferð verður þann 11. maí kl. 17 í nágrenni Akureyrar þar sem börnum gefst tækifæri á að forvitnast um fugla undir leiðsögn Jóns og Sverris. Börnin þurfa að koma í fylgd með fullorðnum.