Opið hús 4. nóvember: Gönguferð að fjallabaki frá Holtavörðuheiði í Bakkasel

Við Öxnadalsá í lok ferðarinnar
Við Öxnadalsá í lok ferðarinnar
Á opnu húsi næstkomandi fimmtudag 4. nóvember kl. 20 mun Ingvar Teitsson segja frá gönguferð sem leið liggur frá Holtavörðuheiði og austur á Öxnadalsheiði. Þjóðveginum var ekki fylgt í þetta skipti heldur var gengin nokkurn veginn bein lína milli þessara tveggja heiða. 

Það er örugglega afar sjaldgæft að þessi leið sé gengin - en það gerðu þrír Þjóðverjar á níu dögum í ágúst 2010. Þeir tóku mikið af myndum og fengu alls konar veður. Ingvar mun sýna nokkrar af myndum þeirra og segja frá ferðinni og hvað þeim fannst um svæðið.