Opið hús 6. október kl. 20

Opið hús fimmtudaginn 6. október kl. 20:00 í Strandgötu 23.

Norðausturhornið - ferðakynning!

Norðausturhornið er fyrir mörgum ókannað land.
Ferðafélagið Norðurslóð starfar á svæðinu frá Kelduhverfi austur á Bakkafjörð og hefur á áætlun sinni þrjár sumarleyfisferðir sem verða kynntar í máli og myndum.

- Náttúra og saga í Kelduhverfi

- Raufarhöfn og nágrenni – nyrstu tangar landsins

- Langanes – Fontur

Einnig verður sagt frá annarri starfsemi félagsins og sumarleyfisferðum sem eru í þróun.

Kaffi og spjall á eftir. Allir velkomnir.