Opið hús hjá FFA: Á Inkaslóðum í Perú

Á Inkaslóðum í Perú

Opið hús hjá FFA í Strandgötu 23, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 20:00

Margrét K. Jónsdóttir kennari og leiðsögumaður segir frá og sýnir myndir úr ferð sinni til Perú í vor. Aðaláhersla verður á gönguferðina um Inkastíginn til hinnar fornu borgar Inkanna Macchu Picchu en einnig verður borgunum Cusco og Lima gerð stutt skil svo og hinu stórkostlega Regnbogafjalli sem er yfir 5000 m.

Kaffi og spjall á eftir.
Öll velkomin.