Opinn félagsfundur 28. maí kl. 20 í Oddeyrarskóla

Opinn félagsfundur Ferðafélags Akureyrar verður haldinn í Oddeyrarskóla mánudaginn 28. maí kl. 20. Gengið inn að sunnanverðu.
Efni fundarins er að kynna stefnumótunarvinnu sem FFA hefur verið í síðan í janúar. Nokkur mynd er komin á áherslur og markmið sem sú vinna hefur skilað og vill FFA kynna þær fyrir félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á starfi félagsins. Ennfremur verður leitað eftir hugmyndum og ábendingum frá félagsmönnum og öðrum gestum fundarins. Hægt verður að skrá sig í félagið á fundinum.
Síðast en ekki síst þá verður ný heimasíða FFA kynnt.
Tilgangur stefnumótunarvinnunnar er að efla innra starf félagsins.
ALLIR eru velkomnir, bæði félagsmenn og aðrir. Það er mikilvægt fyrir FFA að heyra meira frá hinum almenna félagsmanni og öðrum sem vilja vinna og ferðast með félaginu.

Deilið þessum viðburði sem víðast.