Öskjuvegur

Nú stendur yfir ferð félagsins um Öskjuveginn. Ingvar Teitsson leiðir þar 12 manna hóp og fylgja þeim kokkur og bílstjóri.Í dag mun hópurinn vera á leið frá Dreka í Dyngjufjalladal. Á morgun halda þau í Botna og á sunnudaginn í Svartárkot, en þaðan er svo ekið aftur til Akureyrar. Ferðin mun sækjast vel hjá hópnum og er veður ágætt.