Rötunarnámskeið hjá FFA

Rötunarnámskeið fyrir félagsmenn og aðra sem áhuga hafa

Dagana 24.-25. maí verður haldið námskeið í rötun í húsi Ferðafélags Akureyrar að Strandgötu 23 ef næg þátttaka fæst.

Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í kortalestri og helstu aðferðir sem notaðar eru við rötun (áttavita, GPS-tæki og snjalltæki) og hugað að leiðarvali.

Námskeiðið er tvískipt:
Föstudagskvöldið 24. maí kl. 19:00-22:00 verða fyrirlestrar um helstu grunnatriði í kortalestri og rötun auk þess sem lögð verða fyrir einhver létt verkefni til að leysa innandyra.

Laugardaginn 25. maí kl. 08:30-16:00 verður farið nánar í mismunandi aðferðir við rötun og lært á helstu tæki sem nýtast þar, t.d. áttavita, GPS tæki og ýmis snjallforrit. Hluti dagsins fer í að leysa rötunarverkefni utandyra.

Leiðbeinandi er Stefán F. Jökulsson en hann starfar hjá austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og hefur sinnt landvörslu víða á norðausturhálendinu. Hann starfar í björgunarsveitinni Súlum og hefur kennt námskeið í ferðamennsku og rötun um árabil.

Verð: 19.000 / 22.000 kr.

SKRÁNING