Skíðaferð Hlíðarfjall - Þelamörk - BREYTT DAGSSETNING

Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að skíðaferðin frá Hlíðarfjalli að Þelamörk, sem fara átti á sunnudag 8. mars, verður farin á morgun, laugardag 7. mars, ef næg þátttaka verður.

Miðað er við að fara kl. 9:00 frá FFA og fararstjóri er Frímann Guðmundsson.

Tilvalið tækifæri í að skella sér í góða, ókeypis skíðaferð og síðan í heita pottinn á Þelamörk (ekki innifalið). Létt ferð við flestra hæfi. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.