Skíðaferð í Öskju

Sú hugmynd hefur komið fram að fara í skíðaferð inn í Öskju. Farið verður af stað klukkan 17 á föstudaginn 31. júlí og gist í Dreka. Á laugardagsmorguninn verður síðan ekið upp í Öskjuop þar sem farið verður á skíðin og gengið innn að Víti og síðan inn að Öskjuvatni. Síðan verður dagurinn notaður og skoðað Drekagil.

Eftir skíðagönguna verður farið "pottinn" í nýrri heitri náttúrulaug sem uppgötvast hefur í nýja Holuhrauninu, ásamt því að Holuhraunið verður skoðað.

Skráið ykkur strax svo hægt verði að bóka gistingu og aðra skipulagningu. Á föstudagsmorgun verður ákveðið um framhaldið.