Spennandi ný skíðaferð!

18. – 20. apríl. Svartárkot - Botni - Heilagsdalur - Garður v/ Mývatn. Skíðaferð 3 skórÁ föstudegi verður farið frá Akureyri og ekið í Svartárkot og gengið þaðan í Botna og gist þar. Á laugardegi verður gengið úr Botna, um Botnakofa og austur við suðurenda Bláfjallshala og norður með Bláfjalli að austan í skála FFH á Heilagsdal og gist þar. Á sunnudegi er svo gengið norður úr Heilagsdal og niður í Garð við Mývatn.

Fararstjóri: Ingvar Teitsson.
Verð: kr. 7.100 / kr. 8.100
Innifalið: Fararstjórn, gisting, akstur.
Brottför kl. 17:00Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins
fimmtudaginn 17. apríl milli kl. 17:30 og  19:00 og
föstudaginn 18. apríl milli 16:00 og 17:00 eða í
tölvupósti ffa@ffa.is

Ferðanefnd   FFA