Stóri plokkdagurinn 2023

Sunnudaginn 30. apríl kl. 10 ætlar Ferðafélag Akureyrar að taka þátt í Stóra plokkdeginum í samstarfi við Akureyrarbæ. Félagið fær úthlutað ákveðnum svæðum til að hreinsa.

Mæting er við skrifstofu Ferðafélags Akureyrar að Strandgötu 23. Ruslapokar verða á staðnum svo og nokkrar plokktangir en fólk er hvatt til að taka með sér tangir og hanska. Að plokkun lokinni verður boðið upp á hressingu í húsnæði FFA í Strandgötu.

Gaman væri að sjá sem flesta, fjölskyldur sérstaklega hvattar til að mæta. FFA hefur verið með í verkefninu síðan 2019 og ávallt verið góð þátttaka, vonandi verður það eins að þessu sinni.

FFA hvetur alla til að tína rusl hvenær sem er á ferðum sínum um bæinn.