Sunnudagsgöngur FFA

Fyrirhugað er að halda sunnudagsgöngum FFA áfram fram á haust og jafnvel lengur. Allt fer það eftir þátttöku og veðri. Góð þátttaka hefur verið í þessum göngum í sumar, síðast mættu 20 manns sem gengu um Svalbarðseyri. Við hvetjum fólk til að mæta í þessar göngur en miðað er við að ganga 3-4 km á einni klukkustund. Það tekur að vísu aðeins lengri tíma þegar farið er lengra en frá húsnæði FFA við Strandgötu.
Mæting er við húsnæði FFA við Strandgötu 23 kl. 10. Oft er gengið frá þeim stað en ef farið er lengra er safnast saman í bíla. Eftir göngu er vinsælt að ylja sér við kaffisopann og spjalla.