Svartárkot-Botni-Heilagsdalur-Svartárkot. Skíðaferð. Myndir
25.–27. apríl. Brottför kl. 14 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.
Fararstjóri : Vignir Víkingsson/ Frímann Guðmundsson
Verð: kr. 15.300/11.500 Innifalið: Gisting og fararstjórn. (Akstur ekki innifalinn).
Á föstudegi verður farið frá Akureyri og ekið í Svartárkot og gengið þaðan í Botna og gist þar. Á laugardegi verður gengið úr Botna, um Botnakofa, austur við suðurenda Bláfjallshala og norður með Bláfjalli að austan í skála FFH á Heilagsdal og gist þar. Á sunnudegi er svo gengið til baka í Svartárkot.
Á þessari leið er oftast gengið um flatlendi, en erfiðleikastig er háð færð og snjóalögum.