Þaular Eyjafjarðar 2019

Ferðafélag Akureyrar þakkar þeim fjölmörgu sem tóku þátt í gönguleiknum Þauli Eyjafjarðar í sumar sem og styrktaraðilum verkefnisins. Afhending verðlauna og viðurkenninga fór fram í gær, 3. október. Öll börn sem skiluðu inn útfylltu svarblaði fengu viðkurkenningarskjal, auk þess sem nöfn átta barna og sjö fullorðinna voru dregin úr verðlaunapotti.

Haft hefur verið samband við vinningshafa sem ekki mættu á viðburðinn en börn sem eiga eftir að fá viðurkenningarskjal geta sótt það á skrifstofu FFA sem er opin alla virka daga kl. 11:00-13:00