Dregið hefur verið í gönguleiknum Þaulanum. Haft hefur verið samband við þá sem hlutu verðlaun og öll börn sem skiluðu inn svarblaði fá sent viðurkenningarskjal.
Að þessu sinni skráðu sig 142 fullorðnir og 41 barn. 55 fullorðnir og 20 börn skiluðu inn svarblaði. Við þökkum öllum þátttökuna og þeim fyrirtækjum sem gáfu verðlaun þökkum við stuðninginn. Þau eru; Halldór úrsmiður, Hornið-útivist og veiði, Skíðaþjónustan, Sportver og Msport.