Mjög góð mæting var á kynningu á Þaulanum - gönguleik FFA og gaman að sjá að í þeim hópi voru nokkur börn sem ætla að taka þátt. Í lok dagsins höfðu alls á fjórða tug skráð sig í leikinn. Þetta er tilvalin afþreying fyrir fjölskylduna í sumar.
Á kynningunni var farið yfir reglurnar í leiknum og kortin sem eru í bæklingnum. Þar kom fram að ekki er búið að koma gögnum fyrir leikinn á alla staði enn vegna snjóa en því á að vera lokið 15. júní, hugsanlega fyrr ef aðstæður leyfa. 28. maí voru gögn komin á eftirtalda staði; Skeiðsvatn, Þengilhöfða, fuglahúsið á Leiruhólmum og Súlur.
Til að taka þátt í leiknum þarf að sækja bæklinginn á skrifstofu FFA, skrá sig í leikinn og finna fyrsta leyniorðið. Ekkert þátttökugjald.