Þorraferð í Fjallaborg

Þorraferð í Fjallaborg 2012
Þorraferð í Fjallaborg 2012

Þorraferð í Fjallaborg. Skíðaferð skidi


11.-12. febrúar.  Brottför kl. 10
á einkabílum frá FFA Strandgötu 23.

Verð:  5.500/5.000.  Innifalið: Gisting og fararstjórn.


Ekið verður á einkabílum austur eftir þjóðvegi 1 á móts við Skógarmannafjöll.  Þaðan verður gengið á skíðum (ef færi leyfir) suður að skálanum Fjallaborg við Rauðuborgir (8,5 km) þar sem snæddur verður þjóðlegur þorramatur um kvöldið að hætti skógarmanna í friðsæld öræfanna.  Daginn eftir er gengið til baka í bílana.  Ef ekki verður skíðafæri verður þetta góður göngutúr.

Hámarksfjöldi er 10 manns svo við hvetjum fólk til að skrá sig tímanlega.

Hér má sjá Myndir úr ferðinni sem var farin árið 2012