Tilkynning frá FFA vegna COVID-19

Stjórn Ferðafélags Akureyrar hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum ferðum og viðburðum meðan samkomubann stendur. Ennfremur verður skrifstofa félagsins lokuð en hægt er að hafa samband á netfangið ffa@ffa.is eða í síma 462 2720 milli kl. 9 og 13 virka daga. Hikið ekki við það.

FFA hvetur alla til að huga að eigin heilsu og fara út að ganga. Jafnframt getur verið gaman að taka þátt í skemmtilegum leik FÍ:
https://www.fi.is/is/frettir/almannavarnagongur-ferdafelags-islands

Við erum öll almannavarnir og berum ábyrgð á ferðum okkar og þátttöku í samfélaginu við þær aðstæður sem eru nú uppi.