Tilkynning vegna greiðslu í lengri ferðir

Á við um Hornstrandaferðina 27/7-3/8 og Öskjuveginn 16-22/7

Fullt er í Hornstrandaferðina í ár en möguleiki er að bæta fólki með sem er tilbúið að gista í tjöldum. Enn eru laus pláss á öskjuveginn.

'I sumarleyfisferðir eins og þessar þarf að skrá þátttöku tímanlega og borga 3000,- króna staðfestingargjald. Greiða þarf fullt fargjald a.m.k. þremur vikum fyrir brottför. Ef ferð er afbókuð innan viku frá bókun og meira en tveimur vikum fyrir brottför þá er endurgreitt að frátöldu staðfestingargjaldi. Ef 7-14 dagar eru til brottfarar fæst helmingur fargjalds endurgreitt en eftir það er ekki um endurgreiðslu að ræða. Ferðafélagið áskilur sér rétt til að fella niður eða breyta ferðum ef nauðsyn krefur. Félagið tryggir hvorki farþega sína né farangur og hvetur því fólk til að kaupa sér ferða og slysatryggingar fyrir ferðir.

Ferðafélag Akureyrar

Skrifstofan er opin 16-19 virka daga. Sími 4622720

ffa@ffa.is www.ffa.is