Tökum skrefið á nýju ári

Tökum skrefið heldur áfram á nýju ári og verða eins og áður léttar vikulegar gönguferðir. Fyrsta gangan á nýju ári verður sunnudaginn 17. janúar kl. 10 frá Strandgötu 23. Gengið er í eina klukkustund, ca 3-4 km. Það þarf ekki að skrá sig og þátttaka er ókeypis. Við vonumst auðvitað eftir sama fólkinu og á síðastliðnu ári og endilega fleirum því það eru allir velkomnir í þessar göngur.

Hægt er að fylgjast með á fésbókarsíðu FFA og á opinni sér fésbókarsíðu fyrir hópinn sem heitir Tökum skrefið - FFA.