Tökum skrefið hefst aftur 10. maí

Nú er FFA að hefja starfið aftur eftir nokkurt hlé. Tökum skrefið - sunnudagsgöngur FFA byrja aftur 10. maí. Lagt er af stað frá húsnæði FFA við Strandgötu 23, kl. 10. Gengið er í eina klukkustund, 3 - 4 km. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður ekki boðið upp á kaffi eftir göngu fyrst um sinn. 

Allir velkomnir hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki. Hlökkum til að sjá sem flesta.

Þorgerður Sigurðardóttir, formaður FFA