Tökum skrefið hófst 5. maí

Um 40 manns mættu í fyrstu göngu gönguhópsins Tökum skrefið sem hófst kl. 10 í morgun 5. maí. Þetta er tilraun sem FFA er að gera um vikulegar rólegar göngur. Vonandi koma jafnmargir næst og saman finnum við okkar takt í þessum hóp. Þorbjörg, Elín og Kristín sáu um gönguna að þessu sinni. Ingvar Teitsson lagði óvænt sitt af mörkum með fróðleik eins og hans er von og vísa.

Sjáumst á næsta sunnudag kl. 10.

Þorgerður, formaður FFA