Toppupplifun fyrir fjallaskíðafólk.

20. – 22. mars. Laugafell. Skíðaferð 3 skór  
Á fimmtudegi (skírdag) er gengið frá Hólsgerði og í Bergland við Urðarvötn og gist þar. Á föstudegi er haldið áfram í Laugafell. Á laugardegi er gengið norður að Urðarvötnum með viðkomu í Berglandi og niður Vatnahjalla að bænum Hólsgerði.
Þetta er toppupplifun fyrir fjallaskíðafólk. Svo bíður laugin notalega í Laugafelli.

Fararstjóri: Frímann Guðmundsson.
Verð: kr. 3.400 / kr. 4.400
Innifalið: Fararstjórn, gisting.
Brottför kl. 13.00

ATH! Brottfarardag og brottfarartími! Fimmtudaginn (skírdag) 20. mars kl. 13.00


Smellið hér til að sjá myndir úr ferðum sem farnar voru apríl 2004 og hér apríl 2007

Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins
miðvikudaginn 19. mars milli kl. 17.30 og  19.00 eða í
tölvupósti ffa@ffa.is

Ferðanefnd   FFA