Tvær ferðir um næstu helgi: 6 tinda ferð Kaldbakur - Skersgnípa og gengið á Hreppsendasúlur.

21. ágúst. Kaldbakur - Skersgnípa,6 tinda ferð
Ekið verður að Grenivík og bílum lagt norðan við Grenjá. Gengið upp með Grenjárgili og hefðbundin leið upp á Kaldbak. Haldið er svo áfram í norður og komið við á Útburðarskálahnjúki, ónefndum tindi, Svínárhnjúki, Þernu og Skersgnýpu. Gengið verður svo niður Ausugil og Látraströndin gengin til baka að bílum. Um 25 km leið fyrir vana fjallafara og ólofthrædda.

Fararstjóri: Friðfinnur Gísli Skúlason.

Verð: kr. 3.000 / kr. 3.500

Brottför frá FFA kl. 7.00


22. ágúst. Hreppsendasúlur,1052 m.   
Haldið á fjallið skammt vestan við neyðarskýlið á Lágheiði, upp á súlurnar og til baka sömu leið. Þegar á toppinn er komið blasir stórkostlegt útsýni við til allra átta. Til baka er farið sömu leið. Þetta er frekar létt ganga við hæfi flestra.
Fararstjóri: Gunnar Halldórsson
Verð: kr. 1.500 / kr. 2.000
Brottför frá FFA kl. 8.00