- Skrifstofan
- Félagið
- Ferðir og viðburðir
- Hreyfiverkefni
- Skálar
- Myndir
Tvö skíðagöngunámskeið verða hjá FFA í byrjun árs 2026, grunnnámskeið og framhaldsnámskeið.
Grunnnámskeið á utanbrautarskíðum:
Ef þú ert byrjandi á utanbrautargönguskíðum (ferðaskíði með stálköntum) og langar að fara í skíðagönguferðir t.d. með Ferðafélagi Akureyrar þá er þetta námskeið fyrir þig. Námskeiðið er fimm skipti og verður farið í grunntækni á utanbrautarskíðum, klæðnað og útbúnað fyrir lengri og styttri ferðir.
Framhaldsnámskeið á utanbrautarskíðum:
Þátttakendur þurfa að hafa einhverja reynslu af því að skíða á utanbrautargönguskíðum (ferðaskíði með stálköntum), geta beitt þeim og skíðað í þrjár til fjórar klukkustundir.